fimmtudagur, júlí 22, 2004

Var stödd í baðhúsinu í gær þegar Gunnhildur systir hringdi með þær fréttir að einn kettlinganna okkar, hann Jökull, hefði látist á Dýraspítalanum Víðidal í gær. Hann fékk víst einhvern sjúkdóm sem þurrkaði upp líkamann og lést eftir nokkra daga veikindi. Jökull var bara 8 mánaða gamall en var fyrstu mánuði ævi sinnar betur þekktur undir nafninu Sunna. Það var ekki fyrr en um 2 mánaða aldurinn sem við loks föttuðum hvað þetta stóra milli lappana á honum væri og var nafninu því snarlega breytt! Jökull fékk frábært heimili hjá þeim Huldu og Haffa þar sem hann lifði eins og kóngur í ríki sínu og var spillt af eftirlæti. Seinast sá ég hann á kattasýningunni í maí en þá rústaði hann systkinum sínum í kisukeppninni og voru dómararnir afskaplega hrifnir. Hvíldu í friði rúsínan mín..
