mánudagur, júlí 19, 2004
Þá er tími lopapeysna og gúmmítúttna vikunnar að líða og í kvöld mun ykkar einlæg una sér í faðmi hinnar siðmenntuðu Reykjavíkur. Þetta unaðslega, siðfágaða faðmlag mun standa yfir í tvo daga en á fimmtudagsmorgun verða tútturnar dregnar fram og enn á ný brunað til fundar við grunnhyggið landsbyggðarpakkið. Ef einhver af mínum hámenningarlegu vinum æskir þess að njóta andríks félagsskapar míns þá vitið þið af mér.. Mig langar afar mikið í bíó... ef einhver er geim með mér á Shrek þá mun ég sæma viðkomandi andríkis- og hámenningar orðu júlímánaðar. Í öðrum fréttum þá verður þetta síðasta bloggfærslan á þessa síðu en Skutlan er í þann veg að gangast undir miklar breytingar og stendur vonandi undir nafni eftir það..
