laugardagur, júlí 24, 2004
Rigning og hráslagi réði ríkjum í hér í sveitinni í dag. Svona veður þar sem mann langar ekkert frekar en að hjúfra sig undir hlýju teppi (helst flís takk), með bók og eitthvað gott að drekka. Vera í náttfötunum allan daginn og gera ekki neitt. Veit það á að vera hásumar hér á Klakanum en datt allt í einu í þennan svakalega vetrarfýling. Var því ekki í mjög þjónustulunduð í dag og reyndi mitt besta til að forðast gestina og fá að lesa í friði inní móttöku. Ég byrjaði nefnilega á nýrri tilraun i dag en hún miðar að því afar menningarlega markmiði að kynna sér bókmenntir Halldórs Laxness. Í 5 ár, eftir að hafa lesið Íslandsklukkuna í Versló, hef ég haldið því framm að nóbelsskáldið okkar sjálft væri ofmetnasti rithöfundur Íslandsssögunnar og tók þá bjargföstu ákvörðun að lesa ekki annan staf skrifaðann af þessum höfundi. Mér fannst allar persónur sem hann skapaði í þessari bók hreint út sagt óþolandi en varð þó að gefa honum stig fyrir að láta mig hata þær svona innilega. Hef þó í gegnum árin heyrt vitnað bækur hans hverja á fætur annarri og vil ekki lengur vera útundan. Hef því ákveðið að gefa honum annan séns. Þó ekki væri nema til að fussa yfir öðrum verkum.
Í öðrum fréttum þá fann ég í dag heimili fyrir annan heimilislausa kettlinginn sem bjó hjá mér í Þjóðveldisbænum og var næstum búin að pranga hinum inná sjálfan Örn Árnason, betur þekktan sem Davíð Oddsson eða Bogi róni. Hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér í þessum hlutverkum og varð fyrir miklum vonbrigðum að hann var hvorki með krulluhárkolluna né kardemommudropana með í för..
Pís out homies!
