þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Úber-Íslendingurinn.
Venjulega þegar ég skrepp í siðmenninguna kem ég með rigninguna með mér. Alla seinustu frídagana mína hefur verið rigning, rok eða bæði og í hitabylgjunni miklu var ég að vinna. Auðvitað get ég verið soldið úti í vinnunni en það er einhvernveginn ekki það sama og að flatmaga á Austurvelli með bjór í annarri og sígó (hypothetically... svona ef ég reykti) í hinni. Var þessvegna ofsaglöð í morgun þegar leit út um gluggan og sá heiðskýran himinn og sól skína í heiði. Dreif mig í stuttermabol, pils og sandala og skundaði með breiðu brosi í bæinn. Þar hitti ég fyrir tvo kuldalega ítalíufara, klædda í síðbuxur, peysur og trefil. Ekki kom til mála að setjast í napri hafgolunni á Austurvöll (reyndi samt að múta þeim með teppi og spilum sem ég kom með..)en tókst með lagni að draga þær á útikaffihús. Fékk svo ekkert nema undarlegar augngotur þegar tillögur með ískaffi, ís, nauthólsvík eða sund voru bornar upp. Úber-Íslendinginn mig langaði mest af öllu til að skella mér í hvítan hlírabol, kaupa ís og helst rúnta niður laugarveginn á Hondu blægjubíl með Skúter í blasternum.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter