fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Vá hvað þetta er ömurlegt! Heitasta veður í manna minnum og hvað geri ég? Næli mér í pest og ligg í svitakófi inni í herbergi og stunda sjálfsvorkun. Ætlaði varla að koma mér á lappir í morgun sökum slappleika og flökurleika en ákvað að harka þetta bara af mér og mæta í vinnuna. Skelli mér svo í hlírabol og arka af stað. Tíu mínútum seinna sit ég hálfdauð inni í bæ og meika varla að taka við greiðslu frá gestunum, hvað þá heldur að lóðsa þá um! Endurtek í sífellu, harkan-harkan-þú ert í hörkufélaginu-þú meikar þetta og skelli mér út til að fá smá lit. Skyndilega fæ ég mikinn lit, ekki þó rauðan né brúnan heldur skær-eiturgrænan. Ælan vellur uppí munn og ég hleyp á harðastökki á klósettið, rið frá mér hóp af frönskum ferðamönnum sem voru í klósettröðinni og hef ekki einu sinni tíma til að loka hurðinni áður en gusan kemur. Svipurinn á frönsku ferðalöngunum var óborganlegur, færðist frá undrun yfir í reiði, yfir í viðbjóð og loks vorkun. Héldu örugglega að fúllynda afgreiðslugellan væri að deyja eða kannski glöddust þau yfir að uppgötva ástæðu fúllyndisins. Gafst upp eftir þessa spennandi klósettferð, hringdi í unglingana til að leysa mig af og brunaði "heim". Deginum hefur svo verið eitt sofandi í bælinu á milli þess að stinga hausnum reglulega ofan í klósettskálina.
-Viðbjóður.
