mánudagur, ágúst 23, 2004

Menning og ómenning.
Eins og aðrir 100 þúsund Íslendingar lagði ég leið mína í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn. Þegar maður er búsettur útí sveit leggur maður mikið á sig til að upplifa smá menningu (gúmmítúttur og harmónikkur teljast ekki með) og var því brunað í bæinn eftir vinnu. Eftir að hafa skolað af sér sveitaslabbið var kíkt í innflutningspartý hjá Gudda og Heiðu og síðan beinustu leið í bæinn. Sá helling af menningu og egó tónleikarnir voru snilld. Eins og að vera á Hróarskeldu -vantaði bara Tuborg-tjaldið. Flugeldasýningin var flott en mannflóðið úr bænum eftir hana enn flottara. Eftir bomburnar var menningin þó búin og við tók ómenningin eða drykkjan. Mér til mikillar sorgar náði ég ekki að redda mér fríi á sunnudaginn og neyddist því til að halda áfram að vera menningarleg og sötra kaffi meðan aðrir drukku bjór og skelltu í sig skotum. Var þó áhugavert að fylgjast með vinum mínum drukknum og ég er viss um að ég sjálf er miklu gáfaðri og meira heillandi en vinkonur mínar þegar ég er komin í glas. -Mér finnst það allavega alltaf ;)Vinnan daginn eftir var svo ekki gleðileg en ég brunaði í sveitina eftir rúmlega 3 tíma svefn og leið áfram eins og uppvakningur. Svo er bara vika í að ég verði komin í siðmenninguna fyrir fullt og allt -sumarið er að klárast krakkar!!










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter