mánudagur, ágúst 02, 2004
Jæja, þá er verslunarmannahelgin bara liðin. Finnst einhvernvegin alltaf að hún marki einskonar sumarlok... eftir hana fer senn að hausta.. lauf falla af trjánum, svali í lofti, verslanir fyllast af úlpum og treflum og sjónvarpsdagskráin snarbatnar. Þessi helgi var annars bara prýðilega skemmtileg þrátt fyrir að ég hafi verið að vinna. Auður vinkona var stödd í Galtalæk (sem er rétt hjá Þjórsárdalnum fyrir ykkur borgarbörn)með fjölskyldunni og ég brunaði sem leið lá í heimsókn á laugardagskvöldið eftir vinnu. Tókst eftir nokkrar fortölur að kjafta mig frítt inná svæðið -við lítil fagnaðarlæti borgandi gesta á eftir mér.. Hitti svo Auði á tjaldsvæðinu hennar sem var mjög fyndið því fjölskyldan hennar tjaldaði einmitt í tjaldborginni sem fjölskyldan mín tjaldaði alltaf í. Þekkti því að allt fólkið og skemmti mér bara prýðilega við kvöldvöku, baktal um Birgittu í Írafár, flugeldasýningu og franskaáti. Þar sem að templaraskemtanir eru bara góðar í hófi þá ákváðum við Aubba að fá okkur aðeins í hægri tána í gærkvöldi. Brunuðum sem leið lá niður á Flúðir þar sem hinn eiturhressi Rúni Júl ásamt rokkhljómsveit var að spila. Afar áhugavert kvöld með sveitapakkinu en vinnan í dag var ekki eins gleðileg..
