mánudagur, ágúst 02, 2004

Skál fyrir Galtalæk!
Jæja, þá er verslunarmannahelgin bara liðin. Finnst einhvernvegin alltaf að hún marki einskonar sumarlok... eftir hana fer senn að hausta.. lauf falla af trjánum, svali í lofti, verslanir fyllast af úlpum og treflum og sjónvarpsdagskráin snarbatnar. Þessi helgi var annars bara prýðilega skemmtileg þrátt fyrir að ég hafi verið að vinna. Auður vinkona var stödd í Galtalæk (sem er rétt hjá Þjórsárdalnum fyrir ykkur borgarbörn)með fjölskyldunni og ég brunaði sem leið lá í heimsókn á laugardagskvöldið eftir vinnu. Tókst eftir nokkrar fortölur að kjafta mig frítt inná svæðið -við lítil fagnaðarlæti borgandi gesta á eftir mér.. Hitti svo Auði á tjaldsvæðinu hennar sem var mjög fyndið því fjölskyldan hennar tjaldaði einmitt í tjaldborginni sem fjölskyldan mín tjaldaði alltaf í. Þekkti því að allt fólkið og skemmti mér bara prýðilega við kvöldvöku, baktal um Birgittu í Írafár, flugeldasýningu og franskaáti. Þar sem að templaraskemtanir eru bara góðar í hófi þá ákváðum við Aubba að fá okkur aðeins í hægri tána í gærkvöldi. Brunuðum sem leið lá niður á Flúðir þar sem hinn eiturhressi Rúni Júl ásamt rokkhljómsveit var að spila. Afar áhugavert kvöld með sveitapakkinu en vinnan í dag var ekki eins gleðileg..










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter