þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Sumrinu er nú að ljúka. Lokaði bænum formlega í gær og á nú bara eftir að ganga frá öllum gripum og auðvitað skrifstofunni fyrir veturinn. Þannig að um hádegisbilið á morgun er ég enn á ný orðin borgarbarn. Hef annars haft það bara rosalega gott hérna í sveitinni. Mikil kyrrð og ró sem er óvanalegt fyrir manneskju sem er vön að vilja "drífa í" öllu og hlaupa eftir klukkunni. Fyrstu vikurnar var ég að stressast þvílíkt við að loka alltaf og opna á slaginu en fattaði síðan að hey,ég er ekkert að fara neitt -why run? Þungri birgði var af mér lyft við þessa uppgötvun, alveg yndislegt að vera svona
