þriðjudagur, september 21, 2004
Aldrei þessi vant er ég bara ýkt hress og klukkan ekki orðin 12. Vaknaði af sjálfstdáðum fyrir klukkan sjö, fór í sturtu, valdi föt, blés hár, eldaði morgunmat, hitaði kaffi, raðaði í skólatöskuna og bjó um rúmið. Mætt í skólann fyrir átta. Eins og áður sagði þá er þetta mjög mikið úr karakter en mín venjulega morgunrútína er að pabbi sparkar mér frammúr rúminu við mikil gremju og mótmælaóp mín, hendi mér í næstu föt sem kem auga á og hleyp úfin, rauðeygð og morgunfýld út í bíl. Þetta er því ánægjuleg tilbreyting og fólki er alveg óhætt að nálgast mig fyrir hádegi í dag án þess að ég bíti það. Ætli afróið sé að hafa þessi gríðarlegu hressleikaáhrif??
