þriðjudagur, september 28, 2004
Ákvað að taka seinustu helgi með trompi og gefa henni einkunarorðin líkamsrækt og lærdómur. Stóð við fögur fyrirheit og lærði eins og brjálæðingur ásamt því að fara í afró á laugardaginn og út að skokka á sunnudaginn. Ekkert áfengi slapp innfyrir mínar varir. Jæja það sem ég uppskar eftir helgina var svo lesleiði og beinhimnubólga eftir skokkið. Komst ekki í afró í gærkvöldi vegna verkjar í hægri sköflung og fór næstum að grenja því mig langaði svooo að fara!! Afró er nebblega geðveikt skemmtilegt (og geðveikt dýrt líka)! En náði hinsvegar að klára heimildarfræðiverkefnið ógurlega og er ánægð með það. Hugsa að næsta helgi verði með hefðbundnu sniði. Þ.e. áfengisneyslu og engum lærdóm.
