miðvikudagur, september 29, 2004
Áhugavert nákvæmlega í hvað maður eyðir tímanum við hinn svokallaða "lærdóm". Í dag er ég búin að vera alls í 4 1/5 klukkutíma á Hlöðunni, þar af hefur 1 1/5 klukkutímum hefur verið eytt í mat og kaffi, 2 klukkutímum á netinu eða á msn (þar af örugglega 45 mínútum á msn við Hlíf sem situr hinumegin borðsins), og góðum hálftíma í að stara útí loftið. Það gerir nákvæmlega hálftíma í lærdóm. Bókhlaðan rokkar!
