mánudagur, september 13, 2004
Skólinn væri alveg fullkominn ef að maður þyrfti ekkert að læra. Óþolandi frekja að ætlast til að maður húki inná Þjóðarbókhlöðu og blaði í gegnum einhverjar gamlar skræður þegar svo ótalmargt annað er hægt að gera. Til dæmis fara á kaffihús, stunda útivist, baka köku eða bara hvað sem er! Ef það væri nú bara einhver braut sem biði uppá fullt af vísindaferðum en engan lærdóm þá mundi ég skrá mig einn tveir og tíu...
