fimmtudagur, október 28, 2004
Jæja þá er þessi blessaða verkefnavika loksins búin. Reyndar lengdi ég mína um 2 daga af því mér tókst ekki að klára allt sem ég átti að gera en hvað um það.. Rimpaði af tveimur heimaprófum, einni ritgerð og tveimur fylleríum á einni viku. Finnst það bara nokkuð vel að verki staðið. Síðan er það glaumur og gleði um helgina, kokteilboð í breska sendiráðinu á föstudaginn og djamm með kellingunum mínum á laugardaginn. Fleiri verkefni, ritgerðir og próf yfirvofandi þannig það er eins gott að skemmta sér meðan tækifærið býðst og tími gefst!
