mánudagur, október 18, 2004

Helgin var alger snilld. Ása vinkona fagnaði 23 ára afmæli og bauð háaðli borgarinnar í konunglegt samsæti. Eins og eðalbornu fólki sæmir var skylt að mæta í konunglegum skrúða og hlýddu því allir sem einn. Mörg þjóðerni og tegundir mættu galvaskra í konungshöllina í Eskihlíð til að snæða mat og hlýða á klassíska tónlist. Eitthvað var fólkið í miðbænum þó að miskilja enda héldu allir að um gæsapartý væri að ræða en ekki eðlan uppruna boðsgesta.
