fimmtudagur, október 21, 2004
Enn á ný baða ég mig í blárri ljósglætu tölvuskjásins um miðja nótt. Öll Reykjavík í fastasvefni -nema ég sem er með deadline á morgun. Ekki vei ég hvað það er í mínu fari en staðreyndin er sú að ég kem mér aldrei að verki fyrr en á allra allra síðustu mögulegu stundu. Gildir einu hversu langan eða rausnarlegan frest ég fæ. Það er ekki fyrr en að brækurnar eru komnar niður á hæla að Fröken Fix þóknast að taka upp bók eða penna. Yfirleitt hef ég þó skilað mínu skammlaust eftir andvökunætur og stress en það sem er farið að pirra mig í seinni tíð er að ef ég gæti bara komið mér fyrr að verki þá væri ég kannski að fá 10 í einkun í stað 8 eða 9. Fann reyndar upp ansi skemmtilega kenningu í dag. Að heilabú mitt sé einfaldega of gá"þróað" fyrir hinn almenna háskóla, þar af leiðandi gerir heilabúið það viljandi að byrja á seinustu stundu til að fá smá meira "challange". Þetta er því ekki leti heldur yfirburðagáfur..
