fimmtudagur, október 07, 2004

Með tár í augum..
Hef sjaldan verið eins dramatísk og í morgun. Eftir að hafa verið sparkað framúr rúminu við illan leik, grátið söltum tárum yfir morgunkulda, rifist við fjölskyldumeðlim og eytt 300 krónum í huggunarkaffi hjá Kaffitár var kominn tími á skólann. Stundvíslega klukkan 8:10 skundaði ég inn í aðalbyggingu Háskólans til að hlýða á vísdómsorð um Þjóðernishyggju og þjóðernisátök. Sitjandi í hnipri, íklædd vettlingum, húfu og trefli, rauðeygð með þreytutárin flæðandi úr augum, var ég óumdeilanlega sorgmæddasta hetjan á svæðinu. Þekki engan í þessum kúrs og enginn spurði því um orsakir táraflóðsins. Kannski hélt einhver að ég hefði rifist við Nígerískan ástmann minn, kannski flaug einhverjum strákanna í hug að maðurinn minn lemdi mig, ef til vill óttaðist túberaða eldri konan í sætinu fyrir framan að barnið mitt hefði greinst með krabbamein og læknirinn hringt rétt fyrir tímann. Það sem engan grunaði var að ég var bara morgunfúl með gamlar linsur...










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter