miðvikudagur, október 13, 2004
Hún Sigrún litla átti afmæli í gær og bauð nokkrum útvöldum einstaklingum í kaffiboð til að fagna hinum háa aldri sínum. Eitthvað held ég að daman sé að villast á aldrinum því hún var ekki að verða 3 ára heldur 23ja. Kaffiboðið var milli 3 og 5 í gær og þegar við mættum stundvíslega var tekið á móti okkur með fallegum pappírshöttum sem festir voru á höfuðið með gúmmíteigju. Því næst var sest til borðs en móðir afmælisbarnsins hafði staðið í ströngu í eldhúsinu og galdrað fram ýmsar kökutegundir. Upphófst nú mikið rifrildi um hvaða Shrek 2 persónu hver afmælisgestur fengji en þær prýddu kökudiska boðsins. Óp, skrækir, át og matarslagur einkenndi næstu 2 klukkutímana. Fyndið hvað sykurvíma kemur í bylgjum. Þessu var maður alveg búin að gleyma.
