sunnudagur, október 10, 2004

Var að koma úr bíó með Eddu vinkonu. Sáum hina ógurlega stelpulegu mynd Wimpledon. Mjög sérstakt afbrigði af bíómynd, tennis, væmni og breskur húmor. Ótrúlegt hvað rétt klipping og tónlist geta gert.. meira að segja tennis verður spennandi. Ekki misskilja mig samt, þetta var mjög skemmtileg ræma. Önnur mynd sem ég ætla þó ekki að sjá er Exorcist:The Beginning. Hjartað sökk oní buxur á fyrstu sekúntum trailersins...
