sunnudagur, nóvember 14, 2004
Mikið elska ég að gera ekki neitt. Hef einmitt átt alveg sérdeilis huggulega helgi við þá iðju. Var ein heima með litlu systur á laugardagskvöld og ég eldaði handa okkur þessa fínheita máltíð í anda letipúkans. Ofnpizza og hvítlauks-ofnbrauð sem við skoluðum niður með kóki og súkkulaðibitum úr kassa í eftirrétt. Horfðum svo á Love Actually og Matrix þar til ég þurfti að sækja djammboltana foreldra mína. Já þau lifa aktívara félagslífi en ég þessa dagana. Bara úti uppá hvert kvöld takk kærlega fyrir. Hitti reyndar fólk á föstudagskvöldinu en hún Ásta skvís bauð mér uppá eþnískan mat í háum gæðaflokki og sérvalin vín úr Ríkinu. Höfðum það mjög huggulegt heima hjá þeim stöllum í Þynnkukofanum en bærinn var frekar mikið böst. Leiðinlegt fólk og var bara þreytt þannig ég stakk snemma af heim. Hélt að sjálfsögðu áfram þeirri viðteknu venju að vekja heimilismeðlimi þegar ég kom inn. Að þessu sinni ekki með steinakasti í rúðu heldur dyrabjöllunni. Ég var sko alveg með lykil en tókst bara einhvernveginn ekki að nota hann. Passaði bara ekki í skráargatið þarna um fimmleitið. Fannst bjallan miklu þæginlegri. Mamma var ekki sammála.
