laugardagur, nóvember 06, 2004
Búin að vera afskaplega róleg helgi. Slappaði af yfir Idolinu í gær og sótti blindfullan föður mann á vinnudjamm. Skemmtileg reynsla það. Pabbi er fyndinn undir áhrifum hehe. Tapaði mér síðan yfir hræðilega lúðalegum leik sem ég fann á B2.is og fjallar um sýndargæludýr. Fór þessvegna ekki að sofa fyrr en klukkan 2 og missti af Afró í morgun því ég svaf yfir mig.. Er svo búin að vera geggjað dugleg í dag við að læra ásamt smá símaslúðri við kellingarnar mínar - mjög ánægð með endurfæðingu Erlu í hóp Grafarvogsbúa bæ the way, Grabbinn RÚLAR!!- Er víst ekki að fara í sumarbústaðinn því enginn af áðurnefndum kerlingum vill fara með mér og meika ekki að keyra alein uppí Borgarfjörð. Spurning um bíó í kvöld til að fullkomna rólegheitadaginn?
