fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Ég vil bara lýsa því yfir að ég er algerlega ósammála þessum svokölluðu 60% Reykvíkinga sem kveðast vilja Þórólf Árnason áfram í embætti. Það að skríða fyrir spjallþáttastjórnendum, setja upp hvolpaaugu fyrir sjónvarpsáhorfendur og segja mér þykir það leitt er ekki nægilega góð afsökun að mínu mati. Pant ekki taka þátt í því að borga þessum ágæta manni fyrir að vera í forsvari fyrir mig eftir að hafa tekið þátt í að féfletta okkur Íslendinga í fjögur ár. Pant ekki.
