mánudagur, desember 06, 2004
Ég er brjáluð! Brjáluð segi ég! Hata Þjóðarbókhlöðuna og HATA afríkukúrsinn! Af því að kennarinn minn er asni þá pantaði hún bara 5 bækur fyrir 50 manna kúrs og verðum við þá að leika leikinn "Survival of the fittest" til að tryggja okkur aðgang að þessari einu sem fávitinn pantaði á Hlöðuna. Var mætt tíu mínútúm eftir opnun í morgun, hélt ég væri nú aldeilis í góðum málum en neiiiii, ekki aðeins var bókin farin heldur voru bara nær engin sæti eftir á helvítis staðnum. Þjóðarbókhlaðan er núna full af ískrandi menntaskólakrökkum sem sitja í sætunum mínum og einum skítugum útlending með bókina mína. GUrrrrrrrrrr
