sunnudagur, desember 19, 2004
Þynnkudýrið opnar rauðsprungið auga og gægist undan sænginni. Það verkjar í augun því ekki gafst tími til að taka úr sér linsurnar fyrir svefninn, vígtennurnar eru loðnar og bjórbragð uppi í munni. Augað lítur niður og sér að eigandi þess er íklæddur stuttu rússkinspilsi, með trefil um hálsinn og einn svartur hælaskór liggur til fóta. Björninn heldur enn krepptum hnefa utan um kokteilsósubox (opið) gærkvöldsins og rúmið er stráð franskakryddi og mæjonesslettum. Stórt svart ljón liggur við hlið rauðeygða bjarnarins og rífur græðgislega í sig afganginn af hamborgaranum. Eftir langan umhugsunarfrest hættir björninn sér út úr hlýju bæli sínu, ráfar fram á bað og öskrar upp yfir sig þegar hann sér ófreskjuna í speglinum.. Soldið spes jólastemmning.
