þriðjudagur, desember 07, 2004
Stundum er nú alveg agalega huggulegt að vera í prófum. Sérstaklega þegar vindurinn hvín fyrir utan og frostrósirnar hrannast upp í glugganum. Þá sit ég í hægindastól með kaffidrykk og jólabakkelsi og sýg í mig fróðleik bókanna við rómantískt kertaljós. Þetta er þó bara suma daga en aðra tekur stress og morgunfúllyndi völdin. Eins og í gær. Aumingja litlu menntaskólakrakkarnir sem sátu í námunda við mig. Fúllyndari og gribbulegri kellingu var ekki að finna á Þjóðarbókhlöðunni og fengu þau hvæs ef svo mikið sem flettu smábarnabókunum of hátt.. Það var hinsvegar í gær en í dag elska ég ykkur öll. Te quiero, mi amor, mi vida, mi corazon Islandesa.. te quiero.
