miðvikudagur, desember 08, 2004
Það er ekki tekið út með sældinni að vera bara eins árs. Ljónahjörðin á heimilinu var öll úti í garði að spóka sig þegar komu þrumur og eldingar fyrr í dag. Hugrökku ljónin brugðust illa við og líkaði vægast sagt ekki við þessa nýju lífsreynslu. Tóku ólympíusprett inn og óttuðust sennilega heimsendi. Litla rúsínan mín var að sjálfsögðu mesti hræðslupúkinn og fannst eini öruggi staðurinn á heimilinu vera undir peysu hjá mér. Awwww.. svona er ég eigingjörn en mér fannst æði að fá að passa litlu prímadonnuna. Yfirljónynjan var aftur á móti fljót að jafna sig enda lifað fern áramót með mun meiri ljósadýrð og hávaða en Þór þrumuguð býður uppá. Hún hélt bara áfram uppteknum hætti að siða til heimilisfólkið. Í dag kom yfirljónynjan a.k.a.,Ofur-Kisa ,mér til bjargar þegar litla systir pyntaði mig með kitli. Ósvífna systirinn uppskar kisuhvæs og bit í bakið fyrir fantaskapinn. Þessi köttur er alveg met.
