þriðjudagur, desember 21, 2004
Prófin búin. Lífið yndislegt. Í fyrsta skipti síðan ég gekk um gólf í bleyju bíða mín hvorki próf, verkefni, vinna né krónískur fjárskortur um jólin. Ég á því bæði nóg af tíma og peningum en gallinn er ég kann bara ekki á svona appslafelsi. Lífið kannski of ljúft? Í tilraun til að ná áttum ætla ég að leita á náðir náins vinar. Vinar sem lætur mig ætíð sjá hlutina í skýrara ljósi og ef ekki skýrara þá allavega frumlegar eða skemmtilegar. Ég er semsagt að fara á fyllerí. Adios suckers!
