laugardagur, desember 11, 2004
Ég er stundum svo vonsvikin yfir öðru fólki. Til dæmis núna. Mætti æðislega snemma á Þjóðarbókhlöðuna, náði að skríða undir járnhliðið þegar þau opnuðu og allt og ætlaði aldeilis að ná í eina af tveimur bókum á Námsbókasafni. Þessum sömu og ég var að garga yfir í nýlegri færslu hvað varðar skítuga Erasmusnema. Nema hvað, að sjálfsögðu, þegar ég kem uppá fjórðu hæð þá eru bara bækurnar ekki þar! Minni á að ég var fyrst uppá hæðina. Semsagt, einhver "sniðugur" er búinn að fela ritið einhversstaðar á safninu til sinna einkanota. Útskýrir af hverju ég fann aldrei blessaða bókina síðastliðna viku.. Núna er ég að fara í próf eftir 3 klukkutíma og get ekki lesið aðalnámsefnið fyrir próf. Get ekki keypt hana því það var pantað of lítið og eina Hlöðueintakið er "horfið" á dularfullan hátt. Frekar svekkjandi eiginlega. Er að spá í að gerast ný-nasisti og útlendingahatari til að fá útrás fyrir reiðitilfinningar mínar varðandi þetta mál alltsaman.
