mánudagur, janúar 10, 2005
Jæja þá er venjulega lífið að hefjast aftur. Eiginlega bara ágætt eftir mikið letilíf, djamm og huggulegheit um jólin. Er samt í mikilli kreppu með kúrsaval. Eitthvað hroðalega flókið í augnablikinu að rokka á milli deilda og sérstaklega ef ég ætla að fara út næsta haust. Hvað verður um skildukúrsa ef maður er erlendis í ár? Skil þetta ekki. Held að fundur með skoraformönnum sé málið. Fór annars í tíma um Þorskastríðið áðan og komst að því að kennarinn er frændi minn. Að sjálfsögðu gríðarlega myndarlegur, vel gefinn og hugdjarfur líkt og við fjölskyldan öll.
