þriðjudagur, janúar 25, 2005
Sit núna í tíma í Háskólabíó. Samkvæmt námsskipulagi á þessi kúrs að vera fjórar kennslustundir á viku og einhverjum snillingnum datt í hug að skella þessu bara saman í eina bunu. Þetta er því tími dauðans sem stendur yfir í næstum jafnmargar mínútur og heilt maraþonhlaup. Kaffi hjálpar en msn hjálpar meira.
