miðvikudagur, janúar 05, 2005
Síðustu daga hef ég hnussað og fussað yfir fylkingum kvenna á öllum aldri sem nú sjást þramma um ganga Smáralindar og Kringlu með brjálæðisglampa í augum, klyfjaðar appelsínugulum útsölupokum. Kerlingum samanlagt eyða andvirði þjóðarframleiðslu Sádi-Arabíu á útsölum og telja sig vera að græða. Taldi mig sko ekki í hópi þeirra og var stolt af því. Ég er menntakona sem veit betur. Well guess again. Er rétt nýkomin heim úr "stuttri" bæjarferð og er nú stoltur eigandi blárrar ullarpeysu, leðurhanska, mp3 spilara, 10 tíma ljósakorts, handklæðis, vatnsbrúsa, tveggja tíma í einkaþjálfun og árskorts í Baðhúsinu. Fyrir andvirði 50 þúsund króna takk fyrir kærlega. Upplýst menntakona hvað!
