sunnudagur, janúar 23, 2005
Eins og sagt er um fólk í tvíburamerkinu þá erum við gríðarlega fjölhæf og getum gert marga hluti í einu. Um helgina er ég búin að afkasta því að fara á brjálað fyllerí, fara í sveitina, vera edrú, læra fyrir alla (næstum) viku og fara í ræktina (bráðum). Afmælið hjá Regnhlífinni var sérdeilis skemmtilegt enda nóg af fljótandi veigum, glæsilegum kökur, girnilegum mexíkó-réttum og skemmtilegu fólki. Horfðum á Idolið ruglað og fannst mér það jafnvel enn meiri stemmning heldur en að horfa á það í ólæstri dagskrá. Maður verður að einbeita sér meira. Enduðum niðrí bæ þar sem ég gerðist sjúggar-mama fyrir litla fátæka brósa, tók að mér að splæsa á hann áfengi, búllumat og leigubíl heim. -Það sem maður gerir ekki fyrir þessi litlu gerpi. Á laugardagskvöldinu var búið að bjóða okkur tjellingunum í brjálað þema-sveitaballa-afmælispartý hjá Arnari vini hans Ella en sökum þynnku, almennrar vanlíðanar og djammbömmers ákvað ykkar einlæg að drekka ekki. Brunaði því á kagganum til sveitapakksins og kom snemma heim. Er núna alveg gríðarlega hress, búin að læra fyrir stjórnmálaheimspeki, þorskastríðakúrsinn og er að massa ísland á 20. öld. Stefnan svo tekin á ræktina á eftir. Það er allt að gerast -eeeverything is happening.
