mánudagur, janúar 24, 2005

Nokkrir vel valdir einstaklingar í vinahópnum eru með leynifélag. Þetta er mjög exclusive hópur sem kallar ekki allt ömmu sína og fer eftir ströngum inntökuprósess vilji einhver ganga í raðir félagsmanna. Við köllum okkur hörkuklúbbinn og felst félagsskapurinn aðallega í því að vera hörkutól og kúlistar hinir mestu. Töffaraskapurinn felst í ýmsu t.d. því að segja ókunnuga menn vera barnsfeður sína, dansa eggjandi dans á súlum niður í miðbæ Reykjavíkur, taka þátt í Idol-prufunum eða fara eina salíbunu á vélnauti fyrir framan trylltan áhorfendaskara. Eins og gefur að skilja hafa þeir sem ekki komast inn í raðir félagsmanna fyllst nokkurri gremju sökum vanhæfni sinnar en hörkufélagsmeðlimir láta sér fátt um finnast. Við erum líka með merki þar sem við kreppum hnefana og öskrum. Mjög töff. Myndin er einmitt af þremur meðlimum klúbbsins (2 formönnum og ritara) að gera hörkufélagsmerkið. Um aðild má sækja í kommentakerfinu. Fariði bara ekki að grenja þegar þið fáið nei aumingjar!
