föstudagur, janúar 21, 2005
Ég er að spá í hvort ég ætti að vera duglegri að blogga. Slást í hóp þess fólks sem skrifar þrisvar á dag og tiltekur samviskusamlega hvað það borðar, við hverja það talar og hvenær. Ég get líka baktalað fólk eða hrósað því eftir tilefnum. Það má allt á netinu ekki satt? Í anda þessa nýja bloggstíl vil ég deila með ykkur að akkúrat núna sit ég í tíma og hlusta á fyrirlestur hjá frænda um Þorskastríðin og landgrunnslögin um miðbik aldarinnar. Næ engan veginn að festa athyglina við fagran klið Kjærnestedraddarinnar því ég er svo spennt fyrir djamminu í kvöld. Regnhlífin fagnar í dag brottflutningi sínum af landinu semog háum aldri (24). Fór áðan og keypti mér áfengi og núna vantar mig bara pæjuföt fyrir kvöldið. Ég á engin föt. Bíðst einhver til að bjarga mér? Ég lifi enn á fornri frægð fataskápsins þegar ég átti 9 kíló af peysum og 2,5 kíló af djammbolum. Það var hinsvegar fyrir löngu síðan en núna er ég engin pæja lengur. Stenst meira að segja útsölurnar svo til skammlaust.
