þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Ég er alveg að deyja úr tilhlökkun í augnablikinu. Tók mér djammfrí seinustu helgi og er orðin svo spennt fyrir áfengisneyslu og djammrugli næstu helgi að ég fæ alveg fiðring í magann við tilhugsunina. Lýsti þessu yfir í gær á kaffihúsi en uppskar bara vanþóknunaraugnarráð vinkvennanna: ,,Gerður, það er mánudagur!!" Veit ég vel en maður ræður bara ekki magafiðringnum. Tilhlökkunin jókst svo um allan helming þegar Auður kom áðan með með hugmynd um SingStar keppni. Það er þá bara að þreyja þorrann með þolinmæði og bráðum kemur blessuð helgin!
