mánudagur, febrúar 07, 2005
Þetta verður eflaust sjokkerandi fyrir vinstrisinnaða lesendur þessarar síðu en mig langar bara að lýsa yfir furðublandinni ánægju minni með Hr. Gissurarson. Líkt og glöggir lesendur, vinir og velunnarar þessarar síðu vita þá kýs ég að vera óflokksbundin eða öðru nafni skynsamur kjósandi og sem slíkur verður maður nú að vera sæmilega hlutlaus ekki satt? Nú hefur hann Hannes ekki fengið bestu gagnrýni eða auglýsingu í heimi undanfarin 2 ár meðan lofið hefur verið hlaðið á aðra ónefnda bókahöfunda (*hóst*, Halldór, *hóst*)þótt ég verði að viðurkenna að hafa lesið hvoruga bókina. Mér er stendur samt eiginlega á sama því karlinn er bara hreinlega skemmtilegur. Klár og hress kall, drífandi kennari og skrifar skemmtilegan stíl. Segi því húrra fyrir Hannesi!
