miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Var í stjórnmálaheimspekitíma í morgun. Hannes Hómsteinn hefur hressandi skoðanir. Maður vaknar allavega alltaf í tímum hjá honum. Í dag staðhæfði þessi góðvinur Dabba Kóngs að alkahólismi væri ekki sjúkdómur heldur viljaleysi eða öðru nafni aumingjaskapur. Og sú trúa að um sjúkdóm væri að ræða væri blekking samfélagsins til að forða viljaleysingjunum frá því að horfast í augu við eigin aumingjaskap. Salurinn varð brjálaður. Ég flissaði bara, líkt og ofvaxin og kaffiþyrst smástelpa.
