föstudagur, febrúar 04, 2005
Jæja, kannski ekki bókstaflega en hræðilega ástfangin af lífinu og tilverunni í augnablikinu. Hvernig er annað hægt þegar sólin skín, snjótittlingarnir skríkja og helgin er framundan? Eftir smá ákvörðunartöku í gærkveldi hef ég einnig utanlandsferð og Erasmus skipti næsta ár til að hlakka til. Gríðarlega spennandi og ekkert nema skemmtun framundan við að velja kúrsa, redda íbúð, ganga frá skriffinsku -já og velja föt fyrir kvöldið í kvöld! Lífið er miklu skemmtilegra þegar sólin brosir til okkar.
