laugardagur, febrúar 12, 2005
Finn mig knúða til að henta inn einni færslu á þetta glæsilega blogg eftir yfirlýsingar um aukna virkni. Nenni samt varla að tjá mig þótt mikið sé frá að segja. Mikil virkni í kollinum sem skilar sér ekki út um munn (eða fingur). Allavega, fór á kosningadjamm á fimmtudag. Bæða Vöku og Röskvu. Hjálmar voru á Vöku og þeir voru snilld. Verð þó að viðurkenna að mér fannst fólkið á Röskvu meira minn tebolli. Hver nennir líka að púkka uppá endalausa runu af verðandi lögfræði- viðskipta- eða hagfræðingum. Við vinkonurnar gerðum nefnilega lauslega könnun inná Vökukvöldinu og staðfestu niðurstöður rannsóknarinnar grundsemdir okkar. Allir viðstaddir reyndust vera úr þessum þrem deildum og flestir með ríkmannlegan vindilinn dinglandi drígindalega úr öðru munnvikinu. Fólk á framabraut. Sagði ekki líka þjóðþekktur einstaklingur að sá sem ekki væri kommúnisti fyrir þrítugt væri hjartalaus? (sagði reyndar líka að sá sem ekki væri kapítalisiti eftir þann aldur væri heilalaus en það er önnur saga). En allavega, voða gaman bara. Kennslutíminn hjá frænda var þó ekki jafn skemmtilegur morguninn eftir. Djammið hélt þó bara ótrautt áfram og fór í vísindaferð og þar eftir á sniildartónleika með Hjálmum og Jagúar. Gjörsamlega geggjuð stemmning en litla ég var bara þreytt og fór því fremur snemma heim. Hjálmar þó komnir hátt á vinsældarlistann.
