föstudagur, febrúar 25, 2005
Loksins er ég komin í persónulegt samband við einhverja fræga manneskju. Ég er meira að segja með hana inni í pósthófinu mínu og hún veit hvað ég heiti. Ingibjörg Sólrún hefur nefnilega þekkst boð um að vera heiðursgestur árshátíðar félags sagnfræðinema næstkomandi föstudag. Við mættum galvösk úr nefndinni heim til pólitíkussins með boðskort og blóm og hittum þar fyrir eiginmanninn, íklæddan KR svuntu og veifandi trésleif. Kvöldmáltíðin var víst að brenna við hjá honum kallinum þannig okkur nefndarfólki var vippað inná gang meðan að matnum var reddað að hætti vaskra KR manna. Frúin sjálf var víst ekki heima en lofaði Hjörleifur að sjá um þetta mál og tókst svo bærilega að vekja upp árshátíðarspennu hjá ektamakanum að hún sendi okkur svar rúmlega 12 í nótt. Auðvitað gat hún ekki beðið enda sagði hún orðrétt að boðið gladdi hennar pólitíska sagnfræðingshjarta. Enda skiljanlega..
