miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Pólitískur frami minn er hafinn. Og ekki er það glæsileg byrjun. Núna er ég víst skráð á þennan blessaða Alþýðulista innan Háskólakosninganna án þess þó að vilja vera í framboði fyrir þá. Skráði mig á listann undir því yfirskyni að um grín væri að ræða en ekki finnst mér þetta vera mikið grín í augnablikinu þar sem þetta framboð var raunverulega keyrt í gegn. Þetta kennir manni að setja ekki nafn sitt og kennitölu við hvað sem er. Vil bara taka það framm ef einhver Röskvumaður eða kona villist inná þennan vef að ég hef ekkert á móti Röskvu, heldur ekki Vöku og ég er ekki í framboði yfirhöfuð né kem þessu máli nokkuð við! Finnst þetta frekar ömurlegt enda halda flestir að ég sé einhver "sprauta" í þessu málefni þegar það gæti ekki verið fjarri sanni. Meika varla að labba framhjá kosningabásum lengur og aldrei aftur á ævinni ætla ég að fara á kosningakvöld eða koma nálægt neinu fólki sem stundar pólitík. Kræst.
