fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Mikið er ég glöð. Eftir margar tilraunir og tvö ár hef ég loksins fundið mér hárgreiðslustofu. Þar er boðið upp á prófessional kaffi latte með sírópi úr vél, gæða hárnudd og síðast en ekki síst tlar hárgreiðslumaðurinn krúttaralega færeysku. Tóm hamingja hér á bæ enda finnst mér ég einstaklega mikil pæja í dag, sit á Hlöðunni og flaksa til hárinu svo minnir á Parkinsonsjúkling.
