mánudagur, febrúar 28, 2005
Ógn steðjaði að landamærum ríkisins í dag. Svarta ljónið var á vakt við landamærastöðina og tók málið engum vettlingatökum heldur tók sprettinn á eftir innrásarliðinu. Árásaraðilinn: smávaxinn, grábröndóttur kettlingur. Virðing ljónsins stórvaxna þvarr eilítið við að vera í beisli. Sérstaklega eftir að þessi konungur dýranna lét sig gossa niður af sólpallinum í miðjum eltingaleik og hékk þar í lausu lofti. Hættulegi njósnakötturinn þó víðsfjarri. Minn maður spígsporar nú stoltur um ríki sitt og ber stríðssár á loppu. Systirin horfir á hann aðdáundaraugum og sleikir sár hans en yfirljónynjan lætur sér fátt um finnast. Enda hefði kettlingsgreyið ekki lifað af hefði daman sú verið á vakt.
