sunnudagur, febrúar 13, 2005
Samsöfnuð þynnka þriggja sólarhringa af ölæði og drykkjusvínslátum er ekki gleðileg. Að láta foreldra sína sækja sig daginn eftir og fara svo fersk í kringluna með ömmu er heldur ekki sniðugt. Hví, ó hví gerir maður sjálfum sér þetta? Hefði til dæmis getað lært, farið í ræktina, gert eitthvað menningarlegt, farið út í snjókast eða bara hvað sem er eiginlega. Núna verður þessu að linna. Ég er hætt að drekka. Alveg fram að næstu helgi.
