sunnudagur, febrúar 06, 2005
Ég fann nýjan varasalva um daginn. Hann heitir Triple Tropical og er með svona, já einmitt, tropical bragði. Hann kom í pakka með Berry Burst og Melon Medley en ég er eiginlega mest fyrir tropicalinn. Enda skemmtileg fyrirheit um hitabeltislofstlag og framandi ávexti sem fylgja honum. Það er bragð af öllum tegundunum og meira að segja frekar gott bragð. Það er varasalvanum að kenna að ég sleiki nú á mér varirnar öllum stundum til að næla mér í bragð og lít því sennilega út eins og klámmyndaleikkona í aksjon eða perverstískt gamalmenni. Er varasalvi annars skrifaður með V-i eða F-i?
