mánudagur, febrúar 14, 2005
Frétti það einhversstaðar að það eigi víst að vera Valentínusardagurinn í dag. Fyrir utan það að vera vemmileg amerísk hefð þá finnst mér ósanngjarnt á hæsta máta að einhleypingar fái engan dag fyrir sig. Já, við erum sko alveg eins merkileg. Sting því upp á Degi einhleypra þar sem mikilvægustu manneskjunni í lífi einhleypingsins (honum sjálfum) er gert hátt undir höfði. Við alþjóðavæðingu hugtaksins verður dagurinn að sjálfsögðu nefndur Singles Day. Það má fagna deginum á ýmsa vegu, góður matur, ný föt, rómantískt kvöld með Hagen Dass ís og bók eða bara whatever lights your fire. Nú gætu sumir sagt að einhleypingar héldu upp á frelsi sitt um hverja helgi en ég harðneyta þeim rökum þar sem helgarnar snúast hjá flestum um hössl og áfengisneyslu sem er ekki uppbyggilegt til lengri tíma litið. Neibb, 15. febrúar er til að fagna ÞÉR og yndisleik þínum minn kæri einhleypingur.
