þriðjudagur, mars 29, 2005
Ég er búin að finna mér nýjan happening stað. Kannski svolítið sein að fatta hlutina þar sem téður staður hefur verið happening árum saman en það skiptir ekki miklu máli. Með mig og vinkvenndin innanborðs verður hann ennþá meira kúl en áður. Kaffibarinn er alveg málið. Glæsilegt mix af bjórþambi á 11 og bootyshaking á Hressó, "frægt" fólk og skemmtileg stemmning. Eyddi einmitt öllum páskunum og allri VISA heimildinni í faðmi Damon Albarns og Baltasars Kormáks. Fann síðan köllun mína sem meðlimur heilbrigðisstéttarinnar en meðöl mín fyrir vanlíðan vinkvenndanna voru alltaf ,,fáðu þér bara sopa!". Ef hlutirnir voru einstaklega slæmir þá var það ,,förum á barinn" og í neyðartilvikum ,,fáum okkur SKOT!". Þetta skot-virkaði og röltum við í góðri stemmningu uppí Þynnkukofa eftir djammið eftir svaðalegustu korter-í-sex stemmningu sem ég hef upplifað. Næstum eins og að koma aftur til Spánar. Líkt og hendi væri veifað fríkkaði allt kvennfólk sem eftir var um 600% og hélt ég að það væru takmörk fyrir viðreynslum á jafn stuttum tíma (korteri) en boy, how I was wrong. Þegar í kofann var komið, eftir stutt stopp og pylsuát á Select, skemmtum við Miss Loove okkur við að hlusta á ansi hávært útvarpsleikrit í fimm þáttum en sofnuðum á endanum. Alveg dottin inn í djammpakkann þessa dagana sem er ekki gott þar sem ég þarf að læra dauðans mikið (FIMM ritgerðir og fjögur próf) og á engan pening. Get samt ekki að því gert að hlakka til helgarinnar...
