miðvikudagur, mars 30, 2005
Djöfull þoli ég ekki að vakna að ósekju. Og mig sem var meira að segja að dreyma ýkt skemmtilega. Dreymdi um Irish Rover og allir sem við þekktum í Salamanca voru þar. Yndislegt. Reif mig þó frá þessum fögru draumsýnum við harmakvein og grát mikinn. Gerði mig sæta fyrir samnemendur í stjórnmálaheimspeki en allt til einskis þar sem það var frí í tímanum. Lúðinn ég.
