fimmtudagur, mars 31, 2005
Hvur fjárinn. Þegar ég og Ausa fórum til London um daginn lenti ég í skondnu atviki. Við vorum að labba úr Metró-inu þegar maður um fertugt stoppaði okkur á götu. Þetta var fremur virðulegur maður klæddur í fínan svörtan ullarfrakka, jakkaföt og talaði hann ensku með yfirstéttarhreim. Maður þessi baðst afsökunar á ónæðinu en spurði litla túristann hvort hann hefði verið módel. Litli túristinn horfði á hann eins og geimveru og breyttist þessi virðulegi maður snarlega í kríp í huga ferðalangsins. Krípið vildi endilega fá túristann til að taka þátt í einhverskonar músík-vídjó gerðum og auglýsingaplaggats-módeldæmi sökum augljósra hæfileika og "potential" hans. Lét túristann fá nafnspjald og bað hann endilega um að hringja. Þar sem nafnspjaldið virkaði nú fremur prófessional áleit túristinn að þetta gæti hugsanlega verið alvöru fyrirtæki en þá sennilega eitthvað skuggalegt, klámmyndbönd eða eitthvað í þeim geiranum. Nema hvað, var ég ekki að finna þetta blessaða nafnspjald og ákvað að kíkja á heimasíðuna svona upp á grín. Er þetta þá ekki bara virðulegt og stórt PR fyrirtæki og vinur minn úr metróinu einhver boss. Kannast meira að segja við eitthvað af lögunum þeirra. Missti ég af tækifæri mínu til frægðar og frama? Var verið að "uppgötva" mig á götu? Furðulegt..
