miðvikudagur, mars 02, 2005
Er að leggja lokahönd á lélegustu ritgerð í sögunni. Skilafrestur klukkan 8 í fyrramálið. Fékk skyndipróf til baka í dag, útkoman var fimm. Meðaleinkunin var þó fjórir komma fimm þannig ég er þó enn yfir meðalmennskunni. Vitsmunalegir yfirburðir mínir virðast vera í fríi enda menntavegurinn minn orðinn eitthvað grýttur þessa dagana. Hvar er þessi beini breiði sem ég sigldi á í fyrra? Er orðin syfjuð en get ekki sofnað sökum koffíns. Langar að klára ritgerðina en engin orð fæðast. Sit og stari á skjáinn. Stari endalaust út í bláinn.
