sunnudagur, mars 27, 2005
Stórhátíðir eru svo fjölskylduvænar. Maður hengur heima heilu dagana og sturtar í sig sælgæti og stórsteikum. Horfir á væmnar vesturheimsmyndir og ræðir pólitík. Var rétt í þessu að snæða dýrindis nautasteik með meðlæti og risavaxna rjómahnallþóru í eftirrétt. Síðan er það honum föður mínum að kenna að gefa mér vín með matnum (enda er ég formlega orðin hluti af "fullorðna fólkinu") þannig að núna langar mig á djammið. Sit, eilítið létt, með lappann í annarri og kaffibolla í hinni og skipulegg djammið. Fjölskylduhátíðinni lýkur nebblega formlega klukkan 12 en þá má unggæðileg skemmtun taka völdin. Enda er Baðhúsið lokað yfir páskana og því bara holl og heilbrigð líkamsæfing að fara á smá tjútt. Jafnvel spurning um að skella sér í hælaskónna. Það æfir nefnilega kálfavöðvana svo vel. Nú skal sko dansað af sér rassgatið!
